Heilsueflandi grunnskóli

Hvaleyrarskóli er nú formlega þátttakandi í verkefni sem ber heitið Heilsueflandi grunnskóli á vegum Lýðheilsustöðvar. Hvaleyrarskóli er fyrsti grunnskólinn í Hafnarfirði sem tekur þátt í þessu verkefni. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.  Í heilsueflandi grunnskóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins: Nemendur, mataræði/tannheilsa, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, lífsstíll og starfsfólk. Byggt verður ofan á þann grunn sem þegar er til staðar í skólanum en markmið, stefna og starf skólans fellur að mörgu leyti vel að markmiðum og áherslum heilsueflandi skóla. 


Kynning á verkefninu

Heilsueflandi grunnskóli

Netfyrirlestur um gildi morgunverðarins

Samantekt 2011-2014


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is