Dans
Nemendur í 1.-7. bekkjum fá danskennslu einu sinni í viku. Danskennslan hefur m.a. skilað sér í skemmtilegum dansatriðum á samverum nemenda. Aðaláherslur með danskennslunni eru að nemendur:
- öðlist öryggi til þess að tjá sig í hreyfingu við tónlist
- taki þátt í hreyfileikjum (gangi í röð, í hring og læri hoppspor)
- kunni skil á hægri og vinstri, hæl og tá, fram og aftur
- þekki og skynji einföld hreyfimynstur s.s. hring, röð og línu
- hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð og hæg spor, skilgreini
- dansstöðu og hald
- viti hvenær og á hvaða slætti í tónlistinni er hægt að hefja dansinn
- læri ákveðin grunnspor í samkvæmisdönsum
- læri að bjóða upp í dans.
Viðfangsefni eru í samræmi við aldursstig en meðal þess sem nemendur læra eru ýmsir leik- og tjáningardansar, diskó-dansar, línudansar, tískudansar og samkvæmisdansar.