Byrjendalæsi

Markmið byrjendalæsis er að þróa vinnubrögð í lestrarkennslu í 1. og 2. bekk sem auka lestrarfærni nemenda. Jafnframt verður lögð áhersla á aukinn orðaforða, lesskilning og ritun. Vinnubrögð taka mið af kenningum um samvirkar aðferðir. Vinna með tal, hlustun, lestur og ritun er felld saman í eina heild og jöfnum höndum er unnið með merkingu máls og tæknilega þætti lestrarnámsins. Nemendur læra að lesa út frá merkingarbærum textum þar sem jöfnum höndum verður lögð áhersla á talmál og reynslu barnanna og textavinnu, samband stafs og hljóðs, sundurgreinandi og samtengjandi aðferðir. 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is