Sérkenni skólans
Við í Hvaleyrarskóla höfum markað okkur sérstöðu á ýmsum sviðum.
Markviss málörvun er eitt af sérkennum skólans. Í markvissri málörvun læra nemendur framkomu og framsögn, að mynda sér skoðanir, rökstyðja þær og geta tjáð sig fyrir framan hóp af fólki.
Við erum SMT skóli sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum en slæmri hegðun og skapa þannig jákvæðan skólabrag.