Tómstundir
Holtasel
Frístundaheimilið Holtasel er fyrir börn í 1.-4. bekk. Hlutverk Holtasels er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur. Starfið byggist á vali, hópastarfi, smiðjum og útiveru. Einnig er boðið upp á síðdegishressingu á miðjum degi.
Verið
Verið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk í Hvaleyrarskóla. Verið er staðsett í miðrými Hvaleyrarskóla. Verið leggur áherslu á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga ásamt sértæku hópastarfi og tímabundnum verkefnum. Dagskrá Versins má finna á Instagramsíðu Versins „felagsmidstodinverid“
Opnunartími:
Fyrir 5. og 6. bekk er opið á mánudögum & miðvikudögum frá 17:00 – 18:45.
Fyrir 7. bekk er opið á mánudögum & miðvikudögum frá 17:00 – 18:45, ásamt fyrsta og síðasta föstudegi hvers mánaðar frá 17:00 – 18:45.
Fyrir 8., 9. og 10. bekk er opið þrjú kvöld í viku frá 19:30 - 22:00.
Skrifstofa Versins er staðsett í Hvaleyrarskóla. Símanúmer Versins er: 565-0279.
Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar er Margrét Heiða Magnúsdóttir, margretm@hvaleyrarskoli.is, GSM: 664-5778 & aðstoðar-deildarstjóri er Svandís Roshni Guðmundsdóttir, svandisg@hvaleyrarskoli.is.