Skólareglur

Mikilvægt er að nemendur hafi ekki einungis skyldur gagnvart eigin námi heldur einnig allri framkomu sinni og hegðun í skóla. Þetta á við um ýmsa þætti í umgengni við félaga, starfsfólk og fjölmarga aðra sem þeir umgangast innan skóla sem utan. Nemendur bera ábyrgð á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnireglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin. Við setningu skólareglna er mikilvægt að nemendur taki þátt í gerð skólareglna og tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra og fá með því móti stuðning þeirra við settar reglur. Einnig þarf að leita eftir sjónarmiðum foreldra þegar skólareglur eru settar og ákvæði um viðbrögð við brotum á skólareglum ákveðin. Með þessu móti er stuðlað að góðum starfsanda, jákvæðum skólabrag og lýðræðislegu uppeldi nemenda.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is