Nemendur

Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls. Mikilvægt er að halda við eðlislægri forvitni barnsins, hún er ein mikilvægasta forsenda alls náms. Leikurinn er leið ungra barna til að læra á heiminn og læra um heiminn. Miklu skiptir að leiknum sem námsaðferð sé gert hátt undir höfði í grunnskóla og sú áhersla einskorðist ekki við yngstu nemendurna. Í þessum rétti felst einnig að bernsku- og æskuárin hafa tilgang í sjálfu sér en eru ekki eingöngu undirbúningur frekara náms og starfa. (Úr Aðalnámskrá grunnskóla 2011)


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is