Samræmd könnunarpróf

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008, skal leggja samræmd könnunarpróf fyrir 4. og 7. bekk að hasusti og 9.bekk að vori ár hvert. Meginhlutverk samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 9. bekk er að veita nemendum, foreldrum þeirra og skólum, upplýsingar um námsstöðu þeirra við upphafskólaárs. Stefnt er að því að leggja könnunarprófin fyrir eins fljótt og unnt er að hausti svo niðurstöður þeirra nýtist sem best í skólastarfinu. Þannig er tilgangi þeirra náð með sem skilvirkustum hætti. Að athuguðu máli hefur Menntamálastofnun lagt til að samræmd könnunarpróf verði haldin um miðjan september og miðjan mars. Markmið grunnskólalaga er lýtur að samræmdum könnunarprófum er að nota skuli niðurstöður prófanna við áframhaldandi kennslu út veturinn, enda gefa niðurstöðurnar vísbendingar um hvar nemendur hafa ekki náð að tileinka sér námsefnið eins og Aðalnámskrá mælir fyrir um.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is