Útivistarreglur
Í dag eru útivistarreglurnar lög og gilda sömu reglur um land allt. Á veturna eiga 12 ára gömul börn og yngri lítið erindi út á kvöldin, útivistartíma lýkur kl. 20:00 og foreldrar og aðrir sem tengjast börnum þurfa að standa saman vörð um að halda því. Sama gildir með 16 ára og yngri en útivistartíma þeirra lýkur kl. 22:00. Foreldrar hafa fullan rétt á að stytta þennan útivistartíma og algent er að foreldrar 13 - 14 ára barna geri slíkt auk foreldra yngri barna.