PMT - foreldrafærni

GEFIÐ SKÝR FYRIRMÆLI - þau auka líkur á samstarfsvilja barna. Leitist við að vera róleg, ná athygli barnsins, sýna kurteisi, virðingu og ákveðni, vera nákvæm, nota staðhæfingar, segja barninu hvað það á að gera, forðast rökræður, nöldur og neikvæðar tilfinningar. Setjið skýrar reglur og tryggið að barnið skilji reglurnar með því að útskýra þær vel og æfa með barninu. 

Nýtið hvatningu í ríkum mæli - því hvatning beinir athygli að jákvæðri hegðun. Hrós er góð leið til að sýna börnum jákvæða athygli og til að auka tíðni æskilegrar hegðunar. Vel útfærð umbunar- eða táknkerfi henta einnig prýðilega, sérstakleg ef auka á samstarfsvilja á afmörkuðu sviði. Stöðvið óæskilega hegðun með mildum og sanngjörnum afleiðingum – það eykur sjálfsstjórn barna. 

Temjið ykkur reglur um virk samskipti og lausnaleit. Slík færni eykur til muna lýðræði í fjölskyldum, dregur úr ágreiningi og styrkir foreldra til lengri tíma.

Hafið eftirlit með hegðun barns - til að tryggja öryggi þess og stuðla að alhliða þroska. Verið alltaf með svör við eftirfarandi spurningum: Hvert ætlar barnið og hvenær kemur það aftur? Með hverjum ætlar barnið að vera? Hvað er barnið aðfara að gera? Hvernig fer barnið á milli staða? Hafið einnig jákvæð afskipti og eftirlit með skólagöngu.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is