Skólamatur

Skólamatur eldar hádegismat fyrir nemendur í Hvaleyrarskóla. Foreldrar sækja um mataráskrift hjá Skólamat á heimasíðu fyrirtækisins http://www.skolamatur.is/

Reglur um niðurfellingar á fæðisgjaldi.


Frá 1. janúar 2019 var gerð breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði.

Ef þrjú systkini eða fleiri eru með lögheimili í Hafnarfirði, með sama fjölskyldunúmer í Þjóðskrá, eru á grunnskólaaldri og eru í mataráskrift greiðir Hafnarfjarðarkaupstaður að fullu hádegisverð frá og með þriðja systkini. Forsjáraðili /forráðamaður greiðir aldrei hádegisverð fyrir fleiri en tvö systkini á grunnskólaaldri á sama tíma. Ekki þarf að sækja sérstaklega um niðurfelling á fæðisgjaldi ef þessi skilyrði eru uppfyllt.

Í einhverjum tilvikum geta aðstæður fjölskyldu verið aðrar eins og ef börn eru ekki með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í Þjóðskrá og/eða ef eitt eða fleiri systkini eru í grunnskólum utan Hafnarfjarðar eða í sjálfstætt reknum grunnskólum. Í þessum tilvikum þarf forsjáraðili/forráðamaður að sækja um niðurfellingu á fæðisgjaldi á Mínum síður á vef bæjarins (www.hafnarfjordur.is) fyrir 20. dags mánaðar. Börn geta aldrei verið tvítalin þegar systkinahópur er í fleiri en einni fjölskyldu, t.d. í sameiginlegri forsjá hjá tveimur fjölskyldum. Niðurfelling á fæðisgjaldi tekur gildi næsta mánuð á eftir dagsetningu umsóknar.

Skrifstofa fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar

Í upphafi skólaárs þarf að skrá öll börn í mataráskrift í gegnum heimasíðu Skólamat, sjá vefslóð: https://www.skolamatur.is/ og geta aðstandendur skráð nemendur í mataráskrift. 

Ávaxta- og grænmetishressing

Í morgunfrímínútum (á bilinu 9.15-10.10 (um 20 mín. á hóp, hjá sumum afhent í stofur (1.-7. bk.) og öðrum í matsal (8.-10. bk.)) er boðið upp á ávaxta- og grænmetishressingu í áskrift.

Morgunverður

Dagleg rútína hefst með morgunmat, hafragraut, sem er í boði fyrir nemendur og starfsfólk skóla áður en kennsla hefst, eða um 10-15 mín. áður en fyrsta kennslustund hefst. í boði er þorskalýsi. Engar skráningar eru fyrir þátttökunni og mæting frjáls en bærinn kaupir ákveðið magn á hverjum degi fyrir starfsfólk og nemendur eftir þörfum.

Síðdegishressing

Það hefur verið hluti af áformum bæjaryfirvalda með breytingum á matarþjónustu í grunnskólum frá haustinu 2019 að nemendur eigi kost á að fá mat allan skóladaginn, í þessu tilviki síðdegishressingu sem síðast bættist við. Hingað til hefur það eingöngu verið mögulegt fyrir nemendur í frístundaheimilum (1.-4. bekkur). Ákveðið hefur verið að bjóða öðrum nemendum (5.-10. bekkur) upp á sama kost og nemendum í frístundaheimilum er boðið upp (sem er hluti af dvalargjaldinu þar). Slíkt verður eingöngu í boði í fastri áskrift eftir vikudögum. Verð á síðdegishressingu er fast eða kr. 220 á dag (athugið að systkinaafsláttur á matarþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar á eingöngu við hádegismat og því ekki um síðdegishressinguna). Hver skóli útfærir síðan hvernig afhending á síðdegishressingunni fer fram til viðkomandi nemenda sem mun verða tilkynnt þeim sem gerast áskrifendur að síðdegishressingunni.

Áskrift á síðdegishressingu fer fram í gegnum vef Skólamatar, https://askrift.skolamatur.is/ (ef ekki er þegar nein áskrift hjá viðkomandi nemanda, munið að velja skóla fyrst) eða https://www.skolamatur.is/askrift/breyta-askrift (áskrift að hádegismat og/eða ávaxtaáskrift til staðar) og uppsagnir (sjá https://www.skolamatur.is/askrift/uppsogn ).

Við miðunardagur er 25. mánaðardagur hvers mánaðar um breytingar (áskrift, breytingar, uppsagnir) milli mánaða.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is