19.10.2020 : Íþrótta- og sundkennsla

Út frá tilmælum sóttvarnlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður engin sund- og íþróttakennsla í grunnskólum Hafnarfjarðar frá og með deginum í dag og fram til 19. október. Á þessum tíma verður útikennsla á og við skólalóðina.
Því er mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri þá daga sem þeir fara í íþróttir og sund.

...meira

14.10.2020 : Fræðslugátt Menntamálastofnunar

Í ljósi aðstæðna viljum við benda á Fræðslugátt Menntamálastofnunar en þar er allt rafrænt námsefni stofnunarinnar aðgengilegt á einum stað.

Vefurinn var opnaður í vor til að veita betra aðgengi að efninu þegar skólum var lokað tímabundið og nám nemenda færðist mikið til inn á heimilin.

...meira

12.10.2020 : Námsviðtöl með breyttu sniði

Eins og kemur fram í skóladagatalinu fyrir þetta skólaár þá eru námsviðtöl ráðgerð þriðjudaginn 20. október.
Til að viðtöl foreldra, nemenda og kennara verði markvissari er mikilvægt að foreldrar og nemendur séu vel undirbúnir. Viljum við því biðja foreldra og nemendur um að:
Vera búnin að lesa allar umsagnir sem kennarar gefa í hverju fagi fyrir sig.
Skoða námslega stöðu eða hæfnikortin. Á hvaða vegferð er barnið / nemandinn í hverju fagi.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Markviss málörvun

Markviss málörvun hefur verið kennd í Hvaleyrarskóla frá upphafi skólans. Markviss málörvun er kennd í öllum árgöngum skólans. 

...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Hvaleyrarskóli er heilsueflandi grunnskóli.

...meira

SMT - jákvæð skólafærni

Hvaleyrarskóli er SMT skóli. Í því felst að við leggjum áherslu á að styrkja jákvæða hegðun nemenda, efla og bæta samskipti innan skólans.

...meira

Fleiri áherslur


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is