22.5.2023 : Skólastarf í verkföllum - school operation during strikes

Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla
Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum, skóla- og frístundaliðar, stuðningsfulltrúar, skólaritarar og húsumsjónarmenn og aðrir sem eru í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:

  • Frá og með kl. 00:00 mánudaginn 22. maí til kl. 12 sama dag
  • Frá og með kl. 00:00 þriðjudaginn 23. maí til kl. 12 sama dag
  • Frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 24. maí til kl. 23:59 sama dag

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri. Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar opnir sem hér segir:

  • Mánudagur 22. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
  • Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt stundaskrá frá kl. 12.00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12.00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
  • Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt.
...meira
1

9.5.2023 : Skráning í Sumarfrístund

Sumarnámskeið eru starfrækt í frístundaheimilum Hafnarfjarðar. Sumarfrístund inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af skapandi verkefnum, leikjum, hreyfingu, spennandi ferðum, sundferðum og sameiginlegum viðburðum.

Í Holtaseli, frístundaheimili Hvaleyrarskóla verður sumarfrístund í boði frá 12.-30. júní.1

...meira

4.5.2023 : Skipulagsdagar 15.-19. maí

Þar sem langt er síðan núverandi skóladagatal var samþykkt og kynnt hér í Hvalrekanum þá viljum við minna á að vikuna 15. - 19. maí eru þrír skipulagsdagar og einn skertur dagur en sá dagur var nýttur í haust þegar námsviðtölin voru tekin að lokinni kennslu. Þessa viku verður engin kennsla í skólanum.
...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Markviss málörvun

Markviss málörvun hefur verið kennd í Hvaleyrarskóla frá upphafi skólans. Markviss málörvun er kennd í öllum árgöngum skólans. 

...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Hvaleyrarskóli er heilsueflandi grunnskóli.

...meira

SMT - jákvæð skólafærni

Hvaleyrarskóli er SMT skóli. Í því felst að við leggjum áherslu á að styrkja jákvæða hegðun nemenda, efla og bæta samskipti innan skólans.

...meira

Fleiri áherslur


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is