26.11.2021 : Lestur á aðventu

Mánudaginn 29. nóv. hefst tveggja vikna lestrarsprettur í mið- og unglingadeild. Allir nemendur fá hefti þar sem þeir eiga að skrá lesturinn og líma inn bingóspjald sem þeir draga hjá kennara.

Nemendur eiga að lesa 20 mínútur á skólatíma og kennari kvittar fyrir lesturinn. Umsjónarkennarar í miðdeild ákveða hvenær þeir hafa lestrarstundina en í unglingadeild er búið að skipuleggja ákveðna tíma þar sem lesturinn fer fram. Auk þess að lesa í skólanum er ætlast til að nemendur lesi a.m.k. 20 mínútur heima alla virka daga, því fleiri mínútur því betra. Mikilvægt er að foreldrar kvitti fyrir heimalesturinn svo hann sé tekinn gildur þegar nemendur safna lestrarmínútum.

...meira

14.11.2021 : Skipulagsdagur - Inservice day - Dzień organizacja

Mánudaginn 15. nóvember er skipulagsdagur hér í Hvaleyrarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag en frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.ráttur

...meira

8.11.2021 : Endurskinsmerki frá foreldrafélaginu

Foreldrafélagið gefur öllum nemendum á næstu dögum endurskinsmerki til að setja á rennilása merkt HVALÓ. Við vonum til þess að nemendur setji þau á úlpurnar sínar eða töskur svo þau séu sýnilegri og verði þar með öruggari á ferðum sínum í svartasta myrkrinu sem nú fer í hönd.
Við viljum einnig benda ykkur á síðu Foreldrafélags Hvaleyrarskóla á Facebook og bjóða ykkur að „líka“ við síðuna. Við munum setja þar inn fréttir og tilkynningar ykkur til upplýsinga og fróðleiks, sjá þennan link: https://www.facebook.com/hvaleyrarforeldrar

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Markviss málörvun

Markviss málörvun hefur verið kennd í Hvaleyrarskóla frá upphafi skólans. Markviss málörvun er kennd í öllum árgöngum skólans. 

...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Hvaleyrarskóli er heilsueflandi grunnskóli.

...meira

SMT - jákvæð skólafærni

Hvaleyrarskóli er SMT skóli. Í því felst að við leggjum áherslu á að styrkja jákvæða hegðun nemenda, efla og bæta samskipti innan skólans.

...meira

Fleiri áherslur


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is