Talmeinaþjónusta
Börn sem eiga við frávik í máli og /eða tali að glíma eiga rétt á greiningu talmeinafræðings ásamt sérkennslu og stuðningi við nám í grunnskóla. Talmeinafræðingur veitir einnig ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla. Foreldrar geta óskað eftir greiningu og ráðgjöf talmeinafræðings en í öllum tilvikum þarf skriflegt samþykki foreldra að liggja fyrir áður en greining fer fram.