Vel heppnaðir Fjölgreindaleikar

10.11.2017

Þá er skemmtilegri og fjölbreyttri viku lokið. Rætt var um vináttu hjá bekkjum í upphafi vikunnar. Á þriðjudag og miðvikudag 7. og 8. nóvember héldum við síðan Fjölgreindaleikana okkar þar sem skólastarfið var brotið upp. Allir nemendur skólans tóku þátt í Fjölgreindaleikunum, nemendum var skipt í 35 hópa þvert á árganga. Elstu nemendur hvers hóps voru hópstjórar. Dæmi um verkefni sem nemendur áttu að leysa voru Hogwartsþrautir, botna ljóð/laglínur, frisbí, slökun leikir og margt, margt fleira. Á einni stöð var líka hægt að gæða sér á nýbökuðum vöfflum.

Í lok föstudags hittumst síðan allir nemendur skólans á sal þar sem úrslit fjölgreindaleikanna voru kynnt. Lið 8 var hlutskarpast en það samanstóð af þeim Kristínu Söru, Elísabetu Guðný, Aroni Guðnasyni, Huldu Karen, Gabríel Róberts., Angelu Galbis, Rinalds, Áróru Sif, Rúnari Karli, Júlíu Gunnars, Pétri Alex og Oddvöru.

Hér eru myndir frá Fjölgreindaleikunum og lítið myndband .


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is