Þemadagar og opið hús

1.12.2017

Hér var stríður straumur af foreldrum, öfum og ömmum frá kl. 11:00 til 13:00. Takk öll kærlega fyrir komuna í dag og falleg orð í skólans garð. Það er ekki hægt að segja annað en að skólinn sé kominn í sitt fínasta.

Margir stoppuðu við og keyptu kleinur og smákökur eða fengu sér kakó og vöfflur af nemendum í 10. MK sem eru að safna sér fyrir Danmerkurferð sem farin verður í vor.

Hér má sjá myndir frá þemadögunum og opnu húsi . Ef þið tókuð myndir í dag þá endilega sendið mér ( kristinn@hvaleyrarskoli.is ) til að bæta í safnið og leyfa fleirum að njóta. 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is