Þemadagar í Hvaleyrarskóla

5.4.2017

Í síðustu viku voru þemadagar í Hvaleyrarskóla. Að þessu sinni  báru dagarnir yfirskriftina „Bók í hönd og þér halda engin bönd”. Í þrjá daga var hefðbundið skólahald brotið upp og börnin unnu að skemmtilegum verkefnum þar sem teiknimyndapersónum úr barnabókum voru gerð góð skil. Í lok vikunnar var afraksturinn svo opinberaður foreldrum og öðrum gestum. Þetta var metnaðarfull sýning og börnin lögðu mikinn á sig við að gera hana sem glæsilegasta. Harry Potter átti sinn stað og einhverjum varð um og ó þegar þeir gengu beint inn í „sína eigin hrollvekju”. Einhvers staðar sást í Emil í Kattholti og Línu Langsokk ásamt mörgum öðrum skemmtilegum sögum og myndum. Hérna getið þið stokkið beint inn í myndasafnið af  vinnu barnanna.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is