Stóra upplestrarkeppnin - úrslit

9.3.2017

Það var mikil gleði í gær þegar Dagur Logi Sigurðsson nemandi okkar í Hvaleyrarskóla vann annað sætið í Stóru upplestrarkeppninni í Hafnarborg. Hann var vel að sigrinum kominn enda stóð hann sig með mikilli prýði. Við áttum tvo fulltrúa að þessu sinni og stóð Atli Freyr Björgvinsson sig einnig mjög vel. 

Andri Snær Magnason sem er höfundur bókarinnar um Bláa hnöttinn gaf Önnu Wiktoríu eintak af bókinni sinni á pólsku en Anna Wiktoría flutti ljóð á pólsku á keppninni.

Einu sinni á ári er haldin upplestrarveisla í Hafnarborg þar sem 14 ungmenni úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar eru verðlaunuð fyrir vandaðan upplestur og framsögn. Skáld hátíðarinnar í ár var Andri Snær Magnason og ljóðskáldið Steinunn Sigurðardóttir. Nemendur lásu texta úr Bláa hnettinum eftir Andra og ljóð eftir Steinunni auk þess að flytja ljóð að eigin vali.

   
 
 
     

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is