Stóra framhaldsskólakynningin 2018

2.2.2018

Næstkomandi þriðjudag 6.febrúar, verður kynning á námsframboði framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og forráðamenn þeirra.

Kynning þessi er frá kl. 17:00-18:30 og fer fram í aðalsal Flensborgarskóla. Hver framhaldsskóli verður með kynningarbás þar sem námsframboð og inntökuskilyrði verða kynnt. 

Þeir framhaldsskólar sem verða með kynningarbás eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Fjölbrautaskólinn í Ármúla, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Kvennaskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn og Verzlunarskóli Íslands. 

Flensborg verður með opið hús á sama tíma og hægt að skoða skólahúsnæðið.
Við hvetjum alla nemendur í 9.- 10. bekk og foreldra þeirra að nýta sér þetta tækifæri.

Námsráðgjafar grunnskólanna í Hafnarfirði 
Námsráðgjafar Flensborgarskóla

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is