Skólamatur

30.10.2017

Skólamatur mun bjóða nemendum í Hvaleyrarskóla upp á skólamáltíðir frá og með 1. nóvember nk. Rík áhersla er lögð á gott samstarf og góðan og næringarríkan mat.

Óski foreldrar eftir því að börn þeirra verði í mataráskrift hvort sem þau voru skráð áður hjá fyrri rekstraraðila eða ekki þá er mikilvægt að þau verði skráð í gegnum heimasíðu Skólamatar https://askrift.skolamatur.is/

Afgreiðsla skólamáltíða hefst miðvikudaginn 1.nóvember.

Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Mikilvægt er að skila þeim inn rafrænt eða í pósti eins fljótt og auðið er. Afgreiðsla sérfæðis hefst svo mánudaginn 6.nóvember.

Á hverjum degi er boðið upp á tvo rétti, hefðbundin rétt og svo léttari grænmetisrétt eða aðra fisktegund. Aukin áhersla er á rétti sem unnir eru frá grunni eftir einföldum uppskriftum, fjölbreytt útval grænmetis og ávaxta og fjölbreytt úrval fisktegunda.

Mikil áhersla er lögð á lágmörkun matarsóunar, m.a. með vigtun á sorpi og skráningu, góðu eftirliti og fræðslu til nemenda.

Verð skólamáltíða er ákveðið af sveitarfélagi, þ.e. verð fyrir hverja máltíð. Verð helst óbreytt kr. 463. Einungis er greitt fyrir mat þá daga sem skóli er skv. skóladagatali. Hægt er að greiða með færslu af greiðslukorti, greiðslukröfu í heimabanka/netbanka, eða fá sendan greiðsluseðil. Gjalddagi er í upphafi hvers áskriftartímabils og er skólamatur því fyrirframgreiddur.

Ef spurningar vakna eða ef þið hafið ábendingar til okkar hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur, annað hvort í síma 420 2500 eða senda tölvupóst á skolamatur@skolamatur.is.

Með von um frábært samstarf,

Starfsfólk Skólamatar.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is