Öðruvísi jóladagatal

20.12.2017

Núna í desember ákváðu átta bekkir (1.EG, 1.GH, 1.RAG, 2. MI, 2.IVJ, 4.AB, 5.EBJ og 5.KÞ)að fylgjast með öðruvísi jóladagatala á vegum SOS barnaþorpanna (https://www.sos.is ). Tíu skóladaga í desember gat bekkurinn opnað nýjan glugga jóladagatalsins á síðu SOS barnaþorpa og séð myndbönd frá börnum víðs vegar um heiminn.

Á sama tíma og nemendur fengu innsýn og þekkingu á aðstæðum barna í öðrum löndum lærðu þau einnig að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.

Nemendur aðstoðuðu heima fyrir, til dæmis með því að taka af matarborðinu, teikna mynd fyrir ömmu, taka til í herberginu sínu eða fara út með hundinn. Þeir fengu svo vasapening frá foreldrum eða forráðamönnum fyrir góðu verkin sem sett eru í ómerkt umslag. Framlögin sem nemendur í þeim átta bekkjum sem tóku þátt voru kr. 93.839,- og hefur upphæðin verið lögð inná reikning hjá  SOS til Fjölskyldueflingar í Kósóvó en þar fá fátækar barnafjölskyldur aðstoð til sjálfshjálpar.

Á myndinni má sjá nemendur 2. MI afhenda Kristni skólastjóra og Steinari deildarstjóra afrakstur af því sem þau aðstoðuðu heima fyrir.

Hér eru nokkrir punktar sem komu frá hjá nemendum:

·         Ég skil ekki af hverju sumir foreldra vilja ekki eiga börnin sín. Ég myndi aldrei gera barninu mínu það.

·         Mig langar til að vera fyrirmynd. Ég held ég sé það því litli bróðir minn vill alltaf gera allt eins og ég. Er ég þá fyrirmynd?

·         Af hverju eru húsin svona. Eru þetta geymslurnar þeirra? Sofa þau í alvöru þarna inni?

·         Líður þeim ekki illa í hjartanu að eiga ekki foreldra. Það er svo gott að það sé til svona SOS-barnaþorp fyrir börn sem eiga engan til að elska.

·         Hún er svo dugleg að hugsa um mömmu sína. Mamma hennar er stolt af henni. Það held ég.

·         Ég vil alltaf vera góð manneskja.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is