Norræna skólahlaupið

22.9.2017

Í dag tóku nemendur og starfsmenn skólans þátt í Norræna skólahlaupinu.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Gott er líka að minna á átakið Göngum í skólann þar sem nemendur eru hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.

Veðrið hélst þurrt á meðan flestir voru að hlaupa en þeim nemendur sem hlupu lengst fengu á sig nokkrar rigninardropa. Allir sem tóku þátt lögðu sig  fram og voru stolt eftir hlaupið.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is