Litla upplestrarkeppnin

5.5.2017

Litlu upplestrarkeppnirnar hjá 4. EG og 4. GH voru haldnar hér í þessari viku. Þær byggja á meiði Stóru upplestarkeppninnar sem á einmitt 21 árs afmæli um þessar mundir.

Markmið hátíðanna er að vekja athygli á vönduðum upplestri og framburði og fá alla til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Hátíðirnar tókust undur vel með margþættum atriðum, sögubrotum og kórlestri. Kennararnir þær Edda Guðmundsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir höfðu undirbúið sína ágætu nemendur undurvel. Foreldrar þeirra nutu þess að hlýða á afkvæmi sín og að kynnast betur flottum bekkjar- og skólabrag. 

Sjá myndir hér


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is