• Hurðaskreyting hjá 2. bekkjum.

Kaffisala í lok þemadaga

28.11.2017

Kaffisala í lok þemadaga  -Posi á staðnum. Á þemadögum baka nemendur í 10. MK. kleinur og smákökur undir handleiðslu heimilisfræði- og umsjónarkennara. Sú vinna er liður í fjáröflun bekkjarins fyrir námsferð til Danmerkur í apríl 2018.

Föstudaginn 1. desember verður opið hús í skólanum frá kl. 11:00 - 13:00. Þá selja nemendur afrakstur vinnu sinnar. Bæði verður hægt að kaupa veitingar til að njóta á staðnum og eins verður hægt að kaupa smákökur og kleinur í fallegum pakkningum til að taka með sér heim og gæða sér á.

Til sölu verður eftirfarandi:

  Kr.
Kakó með rjóma og vaffla með sultu og rjóma 500.-
Kakó með rjóma og kleina 400.-
Kakó með rjóma og 3 smákökur 400.-

Kakó með rjóma, vaffla með sultu og rjóma,

kleina og smákaka

700.-
 

 

Kleinur 10 stk. í pakkningu 1000.-
Smákökur 20 stk. í pakkningu 1000.-

 

Með þökkum fyrir stuðninginn,
nemendur í 10. MK.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is