Jólasveinalestur í jólafríi fyrir 1.-7. bekk

8.12.2017

Það getur verið notaleg stund að kúra saman yfir bók við jólaljós. Þá er skemmtilegt að beita fjölbreyttum aðferðum við lesturinn t.d. að lesa með ólíkum röddum. Mikilvægt er að velja texta við hæfi og út frá áhugasviði barnsins.

„Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“

Það er mikilvægt að barnið sjái aðstandendur lesa og gæti verið skemmtileg upplifun fyrir barnið ef fjölskyldan myndi líka taka þátt í áskorun jólasveinanna.

Á vef KrakkaRUV er hægt að prenta út myndir af jólasveinunum og lestrarblað til að líma þá á. Barnið vinnur sér inn jólasvein með lestri, klippir hann út og límir á lestrarblaðið. Þegar búið er að fylla blaðið er tekin mynd af því t.d. á síma eða annað snjalltæki og barnið skráð sem þátttakandi í jólasveinalestrinum ásamt því að senda inn myndina af lestrarblaðinu.

10 heppnir þátttakendur verða dregnir út 15. janúar og fá bókaverðlaun.

Sjá nánari upplýsingar á vef KrakkaRÚV

Við óskum ykkur gleðilegra bókajóla.

Menntamálastofnun, Félag fagfólks á skólasöfnum og KrakkaRÚV


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is