Íslandsmót iðn- og verkgreina

15.3.2017

 Dagana 16. - 18. mars er Íslandsmót iðn- og verkgreina haldið í Laugardalshöll og um leið er stóra framhaldsskólakynningin Okkur býðst að fara á föstudaginn og það er mikilvægt að 9.bekkur fái að fara með 10. bekkingum, því þessi kynning er haldin annað hvert ár og verður því ekki í boði þegar 9.bekkingar verða í 10.bekk. Þetta hefur verið kynnt fyrir nemendum sem fara og þau minnt á að taka með sér nesti eða pening því þau verða rúma 2 klst á mótinu. Þau fá svo tíma til að borða hádegismat þegar rútan hefur skilað þeim til baka í skólann.

Nemendum hefur verið boðið á Íslandsmót iðn- og verkgreina. Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið áhorfendum alla dagana.

  • Fimmtudagur 16. mars kl. 9 - 16
  • Föstudagur 17. mars kl. 9 - 16
  • Laugardagur 18. mars kl. 10 - 14

Laugardagurinn verður helgaður fjölskyldunni með fræðslu og fjöri. Aðgangur er ókeypis.

Samhliða mótinu verður framhaldsskólakynningin.

Sjá nánar - https://www.facebook.com/Verkidn/

Myndband um verkiðn


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is