Hvaleyrarskóli hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs

13.6.2018

Hvaleyrarskóla hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjaðar árið 2018 fyrir nemendaferðir fyrir elstu nemendur skólans. Í sex skólaár hefur skólinn staðið fyrir nemendaferðum til Danmerkur í samstarfi við foreldra og nemendur í elstu bekkjum skólans og er verkefninu stýrt af kennurum í unglingadeild.

Til að gera þessar ferðir mögulegar hafa allir lagt sig í mikla vinnu við að skipuleggja, undirbúa, standa fyrir fjáröflunum og tryggja að allir nemendur geti farið með óháð efnahag og félagsstöðu. Hluti verkefnisins er svo að tengjast dönskum jafnöldrum og eiga í margvíslegum samskiptum við þá.

Þetta eru gagnkvæmar heimsóknir þar sem nemendur gista heima hjá hvor öðrum í ferðunum. Þetta verkefni hefur reynst góður endir á grunnskólagöngu nemenda, verið þroskandi og gefandi og færir mörgum nemandanum jákvæðari lok á grunnskólagöngu sinni en ella hefði orðið.

Í viðurkenningunni felst að skólanum er færður skjöldur sem kynnir viðurkenninguna og í tilefni hennar var starfsfólki skólans boðið í smá kaffisamsæti rétt fyrir lok skólaársins.

Verkefnið hefur að hluta til verið styrkt af Nordplus menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins.

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is