Hreinsunardagur - myndir

27.4.2018

Þeir voru einstaklega duglegir nemendurnir okkar í dag eins og aðra daga en í dag vorum við með hreinsunardag. Nemendur fengu sinn poka og hanska. Yngstu nemendurnir hreinsuðu í kringum skólann á meðan elstu nemendurnir týndu rusl frá skólalóð og að girðingu við Reykjanesbraut. 

Nemendur í 5. - 8. bekk tóku síðan til hendinni í kringum göngustíginn sem er fyrir neðan Suðurholt en það er gönguleið margra í skólann.

  Hér má sjá nokkrar myndir sem við tókum af duglegum nemendum.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is