Hreinsunardagur Hvaleyrarskóla

26.4.2018

Föstudaginn 27. apríl er hreinsunardagur í Hvaleyrarskóla. Við ætlum að tína rusl og taka til á skólalóðinni og í nágrenni skólans. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og með hanska ef þeir eru til heima.

Allir sund- og íþróttatímar halda sér þennan dag. Gert er ráð fyrir að flestir árgangar verði að hreinsa frá kl. 10:00 til hádegis. Foreldrar eru velkomnir að taka til hendinni með okkur.

Með góðum kveðjum,
Starfsfólk Hvaleyrarskóla.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is