Fræðsla og fjölmenning á skólasafni

2.6.2017

Hvaleyrarskóli fékk í morgun viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar fyrir fræðslu og fjölmenningarstarf á skólabókasafni.

Í rökstuðningi fræðsluráðs Hafnarfjarðar segir m.a:

„Á skólasafni Hvaleyrarskóla hefur í mörg ár verið virk áhersla á nýtingu skólasafnsins með því að nýta þá möguleika sem þar bjóðast til að styðja við nám nemenda og hvetja þá til dáða. Það á ekki síst við fjölmörg tilboð sem skólasafn skólans færir nemendum og margvíslegum möguleikum til að mæta áhuga þeirra tengdum viðburðum (t.d. mottumars, Bóka- og bíóviku) og viðfangsefnum í skólastarfinu (t.d. læsisverkefni bæjarins og fjölmeningu).
Í Hvaleyrarskóla hefur sérstakleg verið lögð vinna í að tengja starfsemi skolasafnsins fjölmenningarlegu starfi og minna á mikilvægi fjölmenningar í nútímasamfélagi.

 

Í viðurkenningunni felst þakklæti og hvatning til skólans um mikilvægi þess að veita öllum nemendum margvísleg tækifæri til náms þar sem skólasafnið gegnir mikilvægu hlutverki í að mennta nemendur í nútímasamfélagi á tímum stafrænnar tækni.“

 

     
     
     

 

 

 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is