Fjölgreindaleikar og vinavika

8.11.2018

Þá er skemmtilegri og fjölbreyttri viku rétt að ljúka. Rætt var um vináttu hjá bekkjum í upphafi vikunnar. Á þriðjudag og miðvikudag 6. og 7. nóvember héldum við síðan Fjölgreindaleikana okkar þar sem skólastarfið var brotið upp. Allir nemendur skólans tóku þátt í Fjölgreindaleikunum, nemendum var skipt í 36 hópa þvert á árganga. Elstu nemendur hvers hóps voru hópstjórar. Dæmi um verkefni sem nemendur áttu að leysa voru Spurningaleikir, Limbó, Hæka, slökun leikir og margt, margt fleira. Á einni stöð var líka hægt að gæða sér á nýbökuðum vöfflum.

Í lok fimmtudags hittumst síðan allir nemendur skólans á sal þar sem úrslit fjölgreindaleikanna voru kynnt. Lið 35 var hlutskarpast en það samanstóð af þeim Viktor Leví Andrason,  Hera Brá Tómasdóttir, Embla Sól Jóhannsdóttir, Vignir Sigur Skúlason, María Skorastein Sigurðardóttir, Jón Kristberg Árnason, Birta Ósk Magnúsdóttir, Núka Andreea Hincu, Sindri Steinn Unnarsson, Guðbjörg Inga Ellertsdóttir, Patrekur Gísli Bryngeirsson.

Hér eru myndir frá Fjölgreindaleikunum.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is