Bjarg - deild í Hvaleyrarskóla

9.11.2017

Á haustdögum var stofnuð ný deild í Hvaleyrarskóla. Deildin, sem hlaut nafnið BJARG, er móttökudeild fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd og eru starfsmenn hennar þrír. Í síbreytilegu samfélagi þar sem margbreytileiki menningar og uppruna er mikill hefur þörfin fyrir slíka deild vaxið. Aðaláhersla er að taka vel  á móti þessum börnum og fjölskyldum þeirra og að þeim sé hjálpað að samlagast íslensku samfélagi ásamt því að kenna þeim námsefni við hæfi.

Skemmst er frá því að segja að nemendur og starfsfólk Hvaleyrarskóla hafa tekið þessum nemendum ákaflega vel og umvafið þá vináttu og öryggi en það er einmitt það sem þau þurfa mest á að halda.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is