Bingó hjá nemendum í 10. MK

6.3.2018

10. MK. í Hvaleyrarskóla verður með stórglæsilegt bingó þriðjudaginn 13. mars kl. 17:00 til 19:00 í sal skólans.  Allir velkomnir.

Hvetjum alla til að koma, hafa gaman saman og styrkja þessa flottu krakka sem eru að fara í námsferð til Danmerkur í apríl. 

Húsið opnar kl.16:30 og byrjað verður að spila k. 17:00 stundvíslega. 

Verð á bingóspjöldum er: 
1 spjald á 500 kr.
2 spjöld á 900 kr.
3 spjöld á 1200 kr.

Nemendur 10. MK. verða með veitingarsölu en það verða seldar pizzusneiðar, gos, safi, súkkulaði og kaffi. Verði á veitingum er stillt í hóf. Hvetjum alla til að koma og deila viðburðinum. 
Posi verður á staðnum en gott er að hafa reiðufé.

Glæsilegir vinningar t.d.: Kynnisferðir, Álfagull gjafavöruverslun, Carita hársnyrting, Skipt í miðju hársnyrting, Sign skartgripir, páskaegg frá Góu, Ban Kun veitingastaður, Lemon veitingastaður, Í boði náttúrunnar,  Nonni gull, GOTT veitingastaður, Borgarleikhúsið, bíómiðar, Sóley organics, bílahreinsivörur, 24 Iceland skart, Trampolíngarðurinn, Dominos,  Hárgreiðslustofa Brósa, Ásbjörn Ólafsson og fullt annað til viðbótar. 

Bingóið verðu glæsilegt. 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is