Árshátíð miðdeildar

12.5.2017

Okkar frábæra árshátíð í miðdeild Hvaleyrarskóla fór fram 10. maí. Metþátttaka var að þessu sinni og stemningin hreint stórkostleg. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og dönsuðu hvern dansinn á fætur öðrum en þau hafa verið að læra ýmiskonar hópdansa í vetur. Þá sló hljómsveitin Rjóminn og Sprite zero rækilega í gegn og engu líkara en heimsfrægir listamenn væru þarna á ferð, svo flottar voru móttökurnar.

Í samkeppni um flottustu auglýsinguna urðu nemendur í 7. SHS hlutskarpastir og uppskáru bikar og gjafabréf í Vesturbæjarís.

Látum myndirnar lýsa stuðinu og stemningunni: 


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is