Fréttir

13.2.2019 : Skipulagsdagur - Inservice day - dzień organizacja

Miðvikudaginn 20. febrúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, fimmtudaginn 21. og föstudaginn 22. febrúar. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

...meira
Kaffisala

28.1.2019 : Kaffisala á foreldradegi

Nemendur í 10. SB. ásamt foreldrum sínum standa, fyrir fjáröflun á foreldradaginn 29. janúar, vegna námsferðar bekkjarins til Danmerkur í apríl 2019.

...meira

28.1.2019 : Hvalrekinn kominn út

Þá er Hvalrekinn fréttbréf Hvaleyrarskóla kom í loftið. Endilega smellið á og skoðið Hvalrekann fyrir janúar 2019.

...meira

18.1.2019 : Foreldraviðtöl - Parent conferences - Rodzic nauczyciel - Prind-mesues - Roditel'skoye

Það líður að foreldraviðtölunum sem verða þriðjudaginn 29. janúar. Föstudaginn 18. janúar verður opnað fyrir skráningu i mentor þar sem þið getið valið ykkur tíma sem lausir eru og hentar ykkur best. Síðasti dagur skráningar er fimmtudagurinn 24. janúar.
Þeir foreldrar sem þurfa á túlkaþjónustu að halda geta ekki valið sér tíma heldur verður þeim úthlutaðir tímar sem raðaðir eru upp fyrir túlkaþjónustuna.
Ef þið hafið einhverjar óskir fram að færa eða athugasemdir, þá er ykkur velkomið að koma þeim á framfæri við okkur á skrifstofunni og við munum sjá hvort hægt sé að bæta úr eða koma þeim áleiðis til umsjónarkennara barnanna.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is