Fréttir

12.11.2019 : Skipulagsdagur - Inservice day - Dzień organizacja

Föstudaginn 15. nóvember er skipulagsdagur hér í Hvaleyrarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag en frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.

...meira

6.11.2019 : Fjölgreindleikar - Kraftur

Þá er fyrri degi Fjölgreindaleikana lokið hér er búið að vera mikið líf og fjör. Mikil virkni á öllum 36 stöðvunum.

Á Fjölgreindaleikunum í ár eru nemendur á einni stöðinni að perla armbönd (Lífið er núna) fyrir Kraft sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

...meira

5.11.2019 : Fjölgreinaleikar 2019

Við minnum á Fjölgreindaleikana sem verða á miðvikudag og fimmtudag (6. og 7. nóvember).

Þessa daga þurfa nemendur einungis að koma með nesti í litlum bakpoka. Ekki þarf að taka með sér skólatösku eða íþrótta- og/eða sundföt.

Skóladagurinn hefst þessa daga kl. 8:20 og lýkur á miðvikudeginum kl. 13:10 og fimmtudeginum kl. 13:00.

...meira

25.10.2019 : Foreldraviðtöl - Parent conferences - Rodzic nauczyciel - Prind-mesues - Roditel'skoye

Það líður að foreldraviðtölunum sem verða miðvikudaginn 30. október. Föstudaginn 18. október var opnað fyrir skráningu i mentor þar sem þið getið valið ykkur tíma sem lausir eru og hentar ykkur best.

Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 25. október.

Þeir foreldrar sem þurfa á túlkaþjónustu að halda geta ekki valið sér tíma heldur verður þeim úthlutaðir tímar sem raðaðir eru upp fyrir túlkaþjónustuna.

Ef þið hafið einhverjar óskir fram að færa eða athugasemdir, þá er ykkur velkomið að koma þeim á framfæri við okkur á skrifstofunni og við munum sjá hvort hægt sé að bæta úr eða koma þeim áleiðis til umsjónarkennara barnanna.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is