Fréttir

25.11.2019 : Olweusarkönnun gegn einelti í Hvaleyrarskóla

Dagna 3. – 6. desember verður Olweusarkönnunin lögð fyrir nemendur í 5. – 10. bekk.

Á önninni eru einnig tengslakannanir lagðar fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.

...meira

20.11.2019 : Ytra mat í Hvaleyrarskóla

Nú á haustönn verður unnið að ytra mati á okkar skóla. Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í skólanum dagana 26. nóvember til 2. desember og fara í vettvangsskoðanir í kennslustundir hjá öllum nemendum. Einnig taka þeir rýniviðtöl við ýmsa hópa; starfsmenn, foreldra, nemendur og fulltrúa úr skólaráði. Því má fólk gera ráð fyrir að óskað verði eftir þátttöku einhverra í umræðuhópa en valið verður í þá með slembiúrtaki. Foreldrum verður að sjálfsögðu kynnt fyrirfram ef börn þeirra lenda í slíku úrtaki.

...meira

12.11.2019 : Skipulagsdagur - Inservice day - Dzień organizacja

Föstudaginn 15. nóvember er skipulagsdagur hér í Hvaleyrarskóla. Engin kennsla fer fram þann dag en frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.

...meira

6.11.2019 : Fjölgreindleikar - Kraftur

Þá er fyrri degi Fjölgreindaleikana lokið hér er búið að vera mikið líf og fjör. Mikil virkni á öllum 36 stöðvunum.

Á Fjölgreindaleikunum í ár eru nemendur á einni stöðinni að perla armbönd (Lífið er núna) fyrir Kraft sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is