Fréttir

20.5.2020 : Stelpur og tækni 2020

Stelpur og tækni dagurinn (Girls in ICT Day) var haldinn í dag. Dagurinn gengur út á að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk og gefa þeim þannig innsýn í hvað er hægt að velja sér til náms að loknum grunnskóla og framhaldsskóla. Undanfarin ár hefur Háskólinn í Reykjavík boðið 9. bekkjum að koma til sín og taka þátt í vinnustofum þar og að þeim loknum kynnt sér helstu tæknifyrirtæki landsins. 

...meira

30.4.2020 : Hvalrekinn 30. apríl 2020

Þá erum við farin að sjá fyrir endann á samkomubanninu og takmörkunum er líta að skólastarfinu. Hefðbundið skólastaf hefst mánudaginn 4. maí í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert. Ég vil vekja athygli á að við hefjum skólann kl. 10:00 á mánudaginn. Í upphafi þess dags mun starfsfólk funda og undirbúa komu nemenda. 

...meira

29.4.2020 : Skólahald samkvæmt stundaskrá frá 4. maí

MÆTING Í ÞRIÐJU KENNSLUSTUND MÁNUDAGINN 4. MAÍ

Mánudaginn 4. maí nk. hefst skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert í samkomubanni.

...meira

24.4.2020 : Hvalrekinn kominn út

Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. Það hefur verið ánægjulegt að sjá og heyra að fleiri og fleiri nemendur hafa verið að mæta í skólann þessa vikuna. Stöðugleikinn og rútínan mikilvæg í lífi nemendanna okkar.
Hér má finna Hvalrekann okkar sem við sendum frá okkur í dag: https://www.smore.com/nj4m7 

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is