Fréttir

18.2.2020 : Hvalrekinn kominn út

Þá er Hvalrekinn fréttbréf Hvaleyrarskóla komið í loftið.
Endilega smellið hér og skoðið Hvalrekann fyrir febrúar 2020.

...meira

13.2.2020 : Skipulagsdagur og vetrarfrí

Miðvikudaginn 19. febrúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, fimmtudaginn 20. og föstudaginn 21. febrúar. 

Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

Miðvikudaginn 26. febrúar er svo öskudagur – það er skertur dagur. Hefðbundin kennsla verður hjá 8. – 10. bekk til kl. 11:20. Nánari dagskrá mun birtast síðar.

...meira

10.2.2020 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Þann 11. febrúar verður alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan.

Hægt er að nálgast ýmislegt efni á heimasíðu SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, www.saft.is til stuðnings fyrir foreldra, góðar hugmyndir og fróðleik um netöryggi fyrir nemendur á öllum aldri. Einnig má finna myndbönd um efnið á Youtube síðu SAFT www.youtube.com/saftinsafe auk þess sem deilt er reglulega áhugaverðu efni fyrir foreldra á Facebook síðu SAFT: www.facebook.com/saft.iceland

...meira

6.2.2020 : Hundrað miða leikurinn - SMT skólaleikur

Nú er farinn af stað hundrað miða leikurinn sem orðinn er fastur liður í starfi skólans ár hvert. Leikurinn gengur út á að 10 nemendur fá hvern dag sérstakan hvalamiða sem starfsmenn skólans gefa á göngum og opnum svæðum skólans ef þeir eru til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is