Fréttir

9.10.2019 : Skipulagsdagur og vetrarfrí / Inservice day and winter vacation

Föstudaginn 18. október er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. október. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

...meira

3.10.2019 : Lokun á undirgöngum við Þorlákstún/Tjarnarvelli

Vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði verður undirgöngunum við Þorlákstún/Tjarnarvelli og aðliggjandi stígum lokað mánudaginn 7. október 2019. Gangandi og hjólandi vegfarendum er bent á hjáleið meðfram Suðurbraut og Ásbraut um undirgöng undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt.

...meira

22.9.2019 : Gerð menntastefnu Hafnarfjarðar

Þann 24. september verður aðilum skólasamfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum boðið á kynningarfund um mótun nýrrar menntastefnu fyrir Hafnarfjörð 2020 -2030 þar sem verkefnið verður kynnt og útlistað frekar, annar fundurinn verður kl. 15:00-15:45 í Víðistaðaskóla (starfsstöð við Hrauntungu) og hinn kl. 17:15 - 18:00 í Hraunvallaskóla. Um er að ræða sama efni á báðum fundum.

...meira

4.9.2019 : Útivistartími

Samanhópurinn minnir á að nú 1. september breytist útivistartími barna og unglinga sem hér segir:

Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20:00. 13 - 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22:00.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is