Fréttir

22.2.2018 : Skipulagsdagur og vetrarfrí, Inservice day and Winter vacation, Ferie zimowe, Dimër

Föstudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur í Hvaleyrarskóla. Þann dag fellur öll kennsla niður. Frístundaheimilið Holtasel er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. Vetrarfrí verður síðan í framhaldinu, mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar. Við vonum að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.

...meira

2.2.2018 : Stóra framhaldsskólakynningin 2018

Næstkomandi þriðjudag 6.febrúar, verður kynning á námsframboði framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrir nemendur í 10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og forráðamenn þeirra.

Kynning þessi er frá kl. 17:00-18:30 og fer fram í aðalsal Flensborgarskóla. Hver framhaldsskóli verður með kynningarbás þar sem námsframboð og inntökuskilyrði verða kynnt. 

...meira

23.1.2018 : Kaffisala á foreldradegi

Nemendur í 10. MK. ásamt foreldrum sínum standa, fyrir fjáröflun á foreldradaginn 30. janúar, vegna námsferðar bekkjarins til Danmerkur í apríl 2018.

Salan fer fram á opna svæðinu, þegar komið er inn í skólann.  Við hlökkum til að sjá ykkur.

...meira

19.1.2018 : Foreldraviðtöl - Parent conferences - Rodzic nauczyciel - Prind-mesues - Roditel'skoye

Nú líður að foreldraviðtölunum sem verða þriðjudaginn 30. janúar.

Fimmtudaginn 18 . janúar verður opnað fyrir skráningu foreldra þar sem þeir geta valið sér tíma sem lausir eru og hentar þeim best. Síðasti dagur skráningar er fimmtudagurinn 25. janúar.

Þeir foreldrar sem þurfa á túlkaþjónustu að halda geta ekki valið sér tíma heldur verður þeim úthlutaðir tímar sem raðaðir eru upp fyrir túlkaþjónustuna.

...meira

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is