Skólasókn

Punktakerfi fyrir 5. - 10. bekk

1. Nemandi í 5.-10. bekk byrjar með ástundunareinkunn 10 við upphaf hvorrar annar. Óheimilar fjarvistir, óstundvísi, brottrekstur úr tíma og vöntun á námsgögnum gefa ákveðinn fjölda punkta sem segir til um skólasóknareinkunn við lok annar.
 
Punktar: 

  • Óheimil fjarvist 2 punktar.
  • Seint 1 punktur. Komi nemandi til kennslustofu á eftir kennara telst hann of seinn. Komi nemandi 15 mín. of seint eða meira fær hann óheimila fjarvist.
  • Brottrekstur úr kennslustund 3 punktar.

2. Ástundunareinkunn

 Punktar Einkunn 
0-3  10
 4-6  9,5
7-9   9
10-12   8,5
 13-15  8
 16-18 7,5 
 19-21  7
 22-24  6,5
 25-27  6
 28-30 5,5 
 31-33  5
 34-36  4,5
 37-39  4
 40-42  3,5
 43-45  3
 46-48  2,5
 49-51  2
 52-54  1,5
 55 og fleiri  1

3. Umsjónarkennarar skulu fylgjast með ástundunareinkunn nemenda sinna og gefa þeim reglulega yfirlit um það hvernig þeir standa sig. Foreldrar geta fylgst með ástundun barna sinna á Mentor.
 
4. Fari nemandi niður fyrir 8,0 í skólasóknareinkunn hefur umsjónarkennari samband við foreldra viðkomandi og gerir þeim grein fyrir stöðu mála.

5. Fari nemandi niður fyrir 5,0 í skólasóknareinkunn eru foreldri/foreldrar og nemandi boðaðir í skólann. Deildarstjóri, umsjónarkennari, foreldri/ar og nemandi ræða leiðir til úrbóta.
 
6. Takist nemanda ekki að ná tökum á vandanum hvorki með aðstoð foreldra sinna né starfsfólks skólans er máli hans vísað til nemendaverndarráðs.


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is