Ritfangalistar

Hvaleyrarskóli 24. júní 2016.

Ágætu foreldrar.

Ákveðið hefur verið í samráði við kennara skólans og stjórn foreldrafélagsins að skólinn muni kaupa þau námsgögn sem nemendur þurfa að nota í skólanum. Þannig að allur efniviður verði til staðar fyrir nemendur eins og stíla- og reikningsbækur, blýantar, gráðubogar, litir, lím og fleira. Verið er að leita tilboða til að bera saman verð og gæði. Þetta mun gilda fyrir alla árganga skólans. Efnisgjaldið þarf að greiða í ágúst og verður upphæðin send til ykkar foreldra í kringum skólasetninguna.

Á móti losna foreldrar við að standa í innkaupum þegar mest er að gera í bókaverslunum og einnig verða þá allir hér með sambærileg gögn.

Virðigarfyllst,

Kristinn Guðlaugsson,           Sveindís A. Jóhannsdóttir

Skólastjóri.                    Formaður foreldrafélagsins.

Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is