21.9.2020 : Fræðsla fyrir nemendur í 8. og 10. bekk

Í dag mánudaginn 21. september var Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur með fræðslu fyrir nemendur í 8. og 10. bekk í boði foreldrafélags skólans. Mikil ánægja var meðal nemenda með fræðsluna.

Sigga Dögg hefur undanfarin ár verið með sama erindi fyrir foreldra að kvöldi en sökum aðstæðna í þjóðfélaginu getur ekki orðið að því. Við munum láta ykkur vita á hvern hátt fundur eða spjall getur orðið í þessum aðstæðum sem nú eru.

...meira

21.9.2020 : Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í dag hjá nemendum í yngstu- og miðdeild. Hlaupið fer síðan aftur fram á miðvikudag en þá hlaupa nemendur í elstu deild. Allir nemendur og starfsmenn skólans tóku þátt. Nemendur gátu valið að hlaupa/ganga 2,5 km, 5km eða 10 km. Nemendur í yngstu deild fóru allir 2,5 km og einhverjir fóru 5 km. Á miðstigi fóru nokkrir nemendur 10 km sem er glæsilegt.

Nemendur stóðu sig afskaplega vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.

...meira

7.9.2020 : Öryggismyndavélar við Hvaleyrarskóla

Stafrænar öryggismyndavélar eru uppsettar eða í uppsetningu í skólanum. Um er að ræða öryggismyndavélar sem eru staðsettar utanhúss. Í því felst rafræn vöktun á skólabyggingunni og skólalóðinni sem er gert í þágu öryggis og í þeim tilgangi að varna því að eigur séu þar skemmdar eða þeim stolið.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Markviss málörvun

Markviss málörvun hefur verið kennd í Hvaleyrarskóla frá upphafi skólans. Markviss málörvun er kennd í öllum árgöngum skólans. 

...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Hvaleyrarskóli er heilsueflandi grunnskóli.

...meira

SMT - jákvæð skólafærni

Hvaleyrarskóli er SMT skóli. Í því felst að við leggjum áherslu á að styrkja jákvæða hegðun nemenda, efla og bæta samskipti innan skólans.

...meira

Fleiri áherslur


Hvaleyrarskóli |Akurholti 1, 220 Hafnarfjörður
Sími 565-0200 |Netfang hvaleyrarskoli@hvaleyrarskoli.is